Abbababb! búið - Augasteinn kemur aftur!

Jæja, þá lauk Abbababb! ævintýrinu með tveimur frábærum sýningum og góðu partýi.  Leikhópurinn Á senunni þakkar öllum 7000 áhorfendunum fyrir skemmtilega samveru og Hafnarfjarðarleikhúsinu fyrir samstarfið.

 

En því er ekki lokið.  Næsta verk að taka við.  Jólaleikritið okkar, Ævintýrið um Augastein verður sýnt í Hafnarfirðinum fyrir þessi jólin.  Fyrsta almenna sýningin er 9. desember kl. 12.00.  Miðasala á www.midi.is og í Hafnarfirði sími 555 2222.  Meiri upplýsingar um sýninguna má finna á www.senan.is


síðustu sýningar

35342-Abbababb-Skjar

Svona lítur það út! og hana nú!


6000 gestir á Abbababb!

   Gestur númer 6.000 um helgina! 

Barnasýning ársins 2007, Abbababb! eftir Dr. Gunna í leikstjórn Maríu Reyndal, hefur algjörlega slegið í gegn í Hafnarfjarðarleikhúsinu.  Um helgina mun gestur númer 6.000 fá gjöf frá Leikhópnum Á senunni og Hafnarfjarðarleikhúsinu.  Verkið hefur verið á fjölunum frá því í febrúar og aðsókn og stemmning verið með eindæmum góð.  Það hefur líka mikið gengið á og sem dæmi má nefna að 4 leikarar hafa leikið hlutverk Hr. Rokk!!  Síðasta helgi var frábær, tvær fínar sýningar og mjög gaman.  Við leikum aftur tvisvar á sunnudaginn.

 Abbababb! er á góðri leið með að verða næst aðsóknarmesta sýning Leikhópsins Á senunni á eftir Kabarett, en tæplega 10.000 gestir sáu þá sýningu í Íslensku óperunni.  Í tengslum við Abbababb! kom út geisladiskur með tónlistinni og að auki mun sagan eftir Dr. Gunna koma út í bók á næstu vikum. Abbababb! mun fara af fjölunum í nóvember.  Það eru því síðustu forvöð að sjá þessa frábæru sýningu.  Næstu sýningar eru sunnudagana 28. október og 4. nóvember.  Síðasta sýning er auglýst sunnudaginn 11. nóvember.  Miðasala fer fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu og á www.midi.is   

Sýningum fækkar á Abbababb!

jæja, bloggstjóri leikhópsins Á senunni hefur ekki verið duglegur að skrifa undanfarið.  ástæðan er ferðalag hans og nokkurra annarra til Suður Ameríkuargentína, perú, bolivia 2007 035  Ferðin var mikið ævintýri en nánar má heyra um hana í útvarpsþætti Guðrúnar og Felix á Rás 2 á laugardögum eftir hádegi.

Hvað um það, Abbababb! ævintýrið heldur áfram og sýningar ganga vel.  Nú fer þó að síga á seinni hlutann og við erum farin að auglýsa síðustu sýningar.  Það fer eftir aðsókn hversu lengi við höldum enn áfram en það er útlit fyrir að sýningum ljúki í byrjun nóvember.  Stemmning á sýningum er frábær og börnin skemmta sér konunglega.  Abbababb! hefur sannarlega slegið í gegn.

Það hafa verið hreyfingar í leikarahópnum og má segja að hlutverk Hr. Rokk sé orðið eitt vinsælasta hlutverk seinni tíma!  Nú eru 4 leikarar búnir að spreyta sig, Sigurjón Kjartansson, Sigtryggur Baldursson, Atli Þór Albertsson og Felix Bergsson.  Hver og einn setur sinn karakter í þetta.  Hver verður á sýningunni sem þú sérð!?

Næsta sýning á Abbababb! er á morgun, laugardaginn 13. október kl. 14.  Sími miðasölu er 5552222 og einnig er hægt að kaupa á www.midi.is


spennandi!

Það eru stórar fréttir að fá nýtt íslenskt verk á fjalirnar.  "Bræðurnir" Bjarni og Stefán Jónssynir eru ekki vanir að klikka Smile og ekki skemmir að sjá alla þessa snilldarleikara innanborðs!

Við mætum en þangað til - poj poj elsku samstarfsfélagar og vinir í Þjóðleikhúsinu!


mbl.is Óhapp í Þjóðleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Juhú, snillingur!!

Við í leikhópnum Á senunni erum svo glöð!  Sigtryggur er ljúflingur og hann er æði.  Hann hefur áður leikið, þá í Happy End eftir Brecht í leikstjórn Kollu Halldórs.  Þar fór hann á kostum (meðal annars í dragi) og átti dásamlegt söngnúmer.
mbl.is Bogomil Font rokkar í Abbababb!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum svo glöð!

Sigtryggur Baldursson byrjar í Abbababb! á sunnudaginn!Er það Hr. Rokk og Tja tja tja??  Sigtryggur Baldursson, betur þekktur sem dægurlagasöngvarinn Bogomil Font, mun á sunnudaginn taka við hlutverki Hr. Rokk í söngleiknum Abbababb!, sem sýndur er í Hafnarfjarðarleikhúsinu.  Sigtryggur er þriðji leikarinn sem glímir við hlutverkið, áður hafa Sigurjón Kjartansson og Felix Bergsson tekist á við það.  Meðal laga sem Hr. Rokk syngur í söngleiknum er hið gamla og góða Hr. Rokk og fýlustrákarnir og svo nýja lagið Ástin er rokk og ról.  Leikarar og aðrir aðstandendur Leikhópsins Á senunni og Hafnarfjarðarleikhússins fagna innkomu Sigtryggs, enda stórkostlegur listamaður þar á ferðinni.  Fyrsta sýning Sigtryggs Baldussonar verður sunnudaginn 23. september kl. 14.00.  Abbababb! eftir Dr. Gunna í leikstjórn Maríu Reyndal er sýnt í Harfnarfjarðarleikhúsinu við frábærar viðtökur.  Verkið hlaut á vordögum Grímuna sem Barnasýning ársins 2007.  Einungis verða örfáar sýningar á haustinu og er aðsókn mjög góð.  Fyrstir koma, fyrstir fá.  Sjá www.abbababb.is

stuð á Abbababb!

það var stuð á Abbababb! í dag.  Troðfullt hús, allir í góðu skapi (utan tvær litlar sem meikuðu ekki að sitja í leikhúsinu og þurftu að fara áður en sýningin byrjaði) og mikil stemmning.  Krakkarnir blésu með leikurunum og björguðu skólanum, og svo dönsuðu þau með okkur í lokin.  Ég verð alltaf jafn glaður að heyra hvað þeim finnst gaman á sýningunni.  Þá verður þetta allt svo algjörlega þess virði.

Börn eiga að fá að njóta lista.  Það er brotið gegn börnum sem fá það ekki.  Foreldrar eiga að fara með börnin sín í leikhús.  Þau elska fantasíuna og þau elska að láta segja sér sögur.  Þau verða svo spennt og samlíðan með karakterum á sviðinu er algjör.  Við hvetjum hinsvegar til að beðið sé með sykurinn og sælgætið þangað til EFTIR sýningu.  Það munar miklu fyrir einbeitinguna.

Um næstu helgi tekur Bogomil Font sjálfur við hlutverki Hr. Rokk.  Hann situr sveittur við að ná í töffarann í sér (og læra textann.)  Við vitum að hann verður æði!  Næsta sýning, 23. september verður söguleg Smile


Haustið er komið!

Haustið er komið og leikhúsin komin á fullt.  Ég óska öllu leikhúsfólki og leikhúsáhugafólki til hamingju með frábæran samning við Moggann.  Gamall draumur er orðinn að veruleika!  Það er gott að hafa dugnaðarforka eins og Gunna Gunnsteins og Ásu Richards innan okkar raða.  Þau hafa unnið frábært starf fyrir leiklistina í landinu.  Takk elsku vinir!

já, haustið kom á fimmtudaginn og á föstudag fór miðasalan á Abbababb! á fullt.  Ótrúlegt hvað veðrið hefur mikil áhrif á hegðun okkar!  Sumarið búið, veturinn að koma!  Nú verðið þið að láta hendur standa fram úr ermum ef þið ætlið að koma með fjölskylduna á þessa stórskemmtilegu sýningu.  Sýningarfjöldi er takmarkaður vegna plássleysis í Hafnarfjarðarleikhúsinu.  Þar verður ALLT Á FULLU í allan vetur.  Miðasalan er á www.midi.is eða í síma 555 2222

Sigtryggur Baldursson, Bogomil Font, byrjar í Abbababb! þann 23. september.  Fylgist með frá byrjun.  Við getum ekki beðið!

 


Um miðaverð

Hún er athyglisverð greinin í Fréttablaðinu í dag um miðaverð í leikhúsin.  Eingöngu er fjallað um "stóru" leikhúsin 3, Borgarleikhús, Þjóðleikhús og Leikfélag Akureyrar.  Þar er hið lága verð á söngleikinn Óvita á Akureyri dásamað.  Verðið á Óvita er 2600 krónur.  Í því sambandi er vert að benda á að miðaverð á hinn splunkunýja söngleik, Abbababb! í Hafnarfjarðarleikhúsinu er 2500 krónur.  Sjálfstæðu leikhúsin standa sig vel í samkeppninni.  Það hefði kannski verið óvitlaust fyrir þá á Fréttablaðinu að kanna líka hvað Sjálfstæðu leikhúsin eru rukka í aðgangseyri.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband