Sýningum fækkar á Abbababb!

jæja, bloggstjóri leikhópsins Á senunni hefur ekki verið duglegur að skrifa undanfarið.  ástæðan er ferðalag hans og nokkurra annarra til Suður Ameríkuargentína, perú, bolivia 2007 035  Ferðin var mikið ævintýri en nánar má heyra um hana í útvarpsþætti Guðrúnar og Felix á Rás 2 á laugardögum eftir hádegi.

Hvað um það, Abbababb! ævintýrið heldur áfram og sýningar ganga vel.  Nú fer þó að síga á seinni hlutann og við erum farin að auglýsa síðustu sýningar.  Það fer eftir aðsókn hversu lengi við höldum enn áfram en það er útlit fyrir að sýningum ljúki í byrjun nóvember.  Stemmning á sýningum er frábær og börnin skemmta sér konunglega.  Abbababb! hefur sannarlega slegið í gegn.

Það hafa verið hreyfingar í leikarahópnum og má segja að hlutverk Hr. Rokk sé orðið eitt vinsælasta hlutverk seinni tíma!  Nú eru 4 leikarar búnir að spreyta sig, Sigurjón Kjartansson, Sigtryggur Baldursson, Atli Þór Albertsson og Felix Bergsson.  Hver og einn setur sinn karakter í þetta.  Hver verður á sýningunni sem þú sérð!?

Næsta sýning á Abbababb! er á morgun, laugardaginn 13. október kl. 14.  Sími miðasölu er 5552222 og einnig er hægt að kaupa á www.midi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband