6000 gestir á Abbababb!

   Gestur númer 6.000 um helgina! 

Barnasýning ársins 2007, Abbababb! eftir Dr. Gunna í leikstjórn Maríu Reyndal, hefur algjörlega slegið í gegn í Hafnarfjarðarleikhúsinu.  Um helgina mun gestur númer 6.000 fá gjöf frá Leikhópnum Á senunni og Hafnarfjarðarleikhúsinu.  Verkið hefur verið á fjölunum frá því í febrúar og aðsókn og stemmning verið með eindæmum góð.  Það hefur líka mikið gengið á og sem dæmi má nefna að 4 leikarar hafa leikið hlutverk Hr. Rokk!!  Síðasta helgi var frábær, tvær fínar sýningar og mjög gaman.  Við leikum aftur tvisvar á sunnudaginn.

 Abbababb! er á góðri leið með að verða næst aðsóknarmesta sýning Leikhópsins Á senunni á eftir Kabarett, en tæplega 10.000 gestir sáu þá sýningu í Íslensku óperunni.  Í tengslum við Abbababb! kom út geisladiskur með tónlistinni og að auki mun sagan eftir Dr. Gunna koma út í bók á næstu vikum. Abbababb! mun fara af fjölunum í nóvember.  Það eru því síðustu forvöð að sjá þessa frábæru sýningu.  Næstu sýningar eru sunnudagana 28. október og 4. nóvember.  Síðasta sýning er auglýst sunnudaginn 11. nóvember.  Miðasala fer fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu og á www.midi.is   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband