Gestur númer 6.000 um helgina!
Barnasýning ársins 2007, Abbababb! eftir Dr. Gunna í leikstjórn Maríu Reyndal, hefur algjörlega slegið í gegn í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Um helgina mun gestur númer 6.000 fá gjöf frá Leikhópnum Á senunni og Hafnarfjarðarleikhúsinu. Verkið hefur verið á fjölunum frá því í febrúar og aðsókn og stemmning verið með eindæmum góð. Það hefur líka mikið gengið á og sem dæmi má nefna að 4 leikarar hafa leikið hlutverk Hr. Rokk!! Síðasta helgi var frábær, tvær fínar sýningar og mjög gaman. Við leikum aftur tvisvar á sunnudaginn.
Abbababb! er á góðri leið með að verða næst aðsóknarmesta sýning Leikhópsins Á senunni á eftir Kabarett, en tæplega 10.000 gestir sáu þá sýningu í Íslensku óperunni. Í tengslum við Abbababb! kom út geisladiskur með tónlistinni og að auki mun sagan eftir Dr. Gunna koma út í bók á næstu vikum. Abbababb! mun fara af fjölunum í nóvember. Það eru því síðustu forvöð að sjá þessa frábæru sýningu. Næstu sýningar eru sunnudagana 28. október og 4. nóvember. Síðasta sýning er auglýst sunnudaginn 11. nóvember. Miðasala fer fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu og á www.midi.isBloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.