jæja, bloggstjóri leikhópsins Á senunni hefur ekki verið duglegur að skrifa undanfarið. ástæðan er ferðalag hans og nokkurra annarra til Suður Ameríku Ferðin var mikið ævintýri en nánar má heyra um hana í útvarpsþætti Guðrúnar og Felix á Rás 2 á laugardögum eftir hádegi.
Hvað um það, Abbababb! ævintýrið heldur áfram og sýningar ganga vel. Nú fer þó að síga á seinni hlutann og við erum farin að auglýsa síðustu sýningar. Það fer eftir aðsókn hversu lengi við höldum enn áfram en það er útlit fyrir að sýningum ljúki í byrjun nóvember. Stemmning á sýningum er frábær og börnin skemmta sér konunglega. Abbababb! hefur sannarlega slegið í gegn.
Það hafa verið hreyfingar í leikarahópnum og má segja að hlutverk Hr. Rokk sé orðið eitt vinsælasta hlutverk seinni tíma! Nú eru 4 leikarar búnir að spreyta sig, Sigurjón Kjartansson, Sigtryggur Baldursson, Atli Þór Albertsson og Felix Bergsson. Hver og einn setur sinn karakter í þetta. Hver verður á sýningunni sem þú sérð!?
Næsta sýning á Abbababb! er á morgun, laugardaginn 13. október kl. 14. Sími miðasölu er 5552222 og einnig er hægt að kaupa á www.midi.is
Bloggvinir
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.