Við erum svo glöð!

Sigtryggur Baldursson byrjar í Abbababb! á sunnudaginn!Er það Hr. Rokk og Tja tja tja??  Sigtryggur Baldursson, betur þekktur sem dægurlagasöngvarinn Bogomil Font, mun á sunnudaginn taka við hlutverki Hr. Rokk í söngleiknum Abbababb!, sem sýndur er í Hafnarfjarðarleikhúsinu.  Sigtryggur er þriðji leikarinn sem glímir við hlutverkið, áður hafa Sigurjón Kjartansson og Felix Bergsson tekist á við það.  Meðal laga sem Hr. Rokk syngur í söngleiknum er hið gamla og góða Hr. Rokk og fýlustrákarnir og svo nýja lagið Ástin er rokk og ról.  Leikarar og aðrir aðstandendur Leikhópsins Á senunni og Hafnarfjarðarleikhússins fagna innkomu Sigtryggs, enda stórkostlegur listamaður þar á ferðinni.  Fyrsta sýning Sigtryggs Baldussonar verður sunnudaginn 23. september kl. 14.00.  Abbababb! eftir Dr. Gunna í leikstjórn Maríu Reyndal er sýnt í Harfnarfjarðarleikhúsinu við frábærar viðtökur.  Verkið hlaut á vordögum Grímuna sem Barnasýning ársins 2007.  Einungis verða örfáar sýningar á haustinu og er aðsókn mjög góð.  Fyrstir koma, fyrstir fá.  Sjá www.abbababb.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband